Holuhitun

Holuhitunin er til þess gerð að koma í veg fyrir að raki geti verið í skautgötum þegar samsetning/steypun fer fram.  Holuhitunarbúnaður VHE er einfaldur búnaður en jafnframt mikilvægur öryggisbúnaður sem kemur í veg fyrir að raki geti valdið sprengingu þegar gaffallinn er steyptur í skautið. Búnaðurinn samanstendur af háhita-elementum sem stýrt er með þar til gerðum straumstýringum. Hitastig elementanna getur verið allt að 1.550°C en nauðsynlegt er að þurrkun taki stuttan tíma til að tefja ekki framleiðslulínun.