VHE hefur meira en tuttugu ára reynslu að baki í ýmis konar þjónustu við steypuskála álvera. Má þar nefna viðhalds- og viðgerðaþjónustu, múrvinnu, smíðavinnu, raf- og vélahönnun og forritunarvinnu, svo eitthvað sé nefnt.
Fyrirtækið hefur einnig tekið að sér stærri verkefni í steypuskála svo sem uppsetningu afglóðunarofna, uppsetningu dælubúnaðar og lagningu kælivatnskerfis, Smíði og uppsetningu rennubúnaðar, breytingar á biðofnum þar sem olíukyndingu var skipt út fyrir rafhitun, og margt fleira.
Auk þessa hefur VHE hannað og smíðað vélar og búnað fyrir steypuskála og má þar nefna forhitunarofn fyir uppbræðslumálm, skúmstöðvar og forhreinsistöðvar til að hreinsa sódium úr fljótandi málmi.