VHE hefur um árabil smíðað ýmis konar sérhæfðan mælibúnað fyrir kerskála og má þar nefna: Straummæli fyrir bakskaut kera. Mælihausinn er úr teflon efni og þarf ekki að lokast utanum leiðarann eins og aðrir mælar. Hann er því mjög léttur og meðfærilegur. Mælirinn er hannaður eftir þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig.
Sérhannaðan viðnámsmæli fyrir kerskála þar sem hægt er að mæla viðnám frá kerlínu, út í skálagrind, loftstúta og annan búnað sem á að vera einangraður frá kerspennunni. Þetta er öryggistæki sem segir til um raunverulegt ástand einangrunar en ekki spennumun.
Einfalda straummæla fyrir forskautamælingar.
Fasttengdan viðnámsmæli fyrir kerlínur