Baðhreinsun

Þar sem margar gerðir og útfærslur eru til af forskautum og göfflum og vinnuhraði framleiðslulína mislangur þá hentar sami skauthreinsibúnaður ekki öllum tegundum skauta.

VHE hefur hannað tvær mismunandi gerðir af baðhreinsivélum sem henta mismunandi skautum og tindaútsetngu.

 • Þar sem tindar eru í einni línu hentar þessi vél mjög vel.
  • Í fyrsta hreinsifasa eru kjálkar með tönnum sem ganga saman og innundir baðefnið. Þeir lyftast lítillega í restina og brjóta þannig baðefnið upp. Þessi aðferð er mjög fljotvirk og hentar vel þar sem gerð er krafa um stuttan vinnuhring. Einnig hefur þessi aðferð þann kost að mjög lítil rykmyndun verður við hreinsunina. Kjálkarnir ganga ekki fram á vagni eða vögnum heldur hreyfast þeir á legu, um einn ás. Þetta minnkar til muna viðhald og eykur endingu búnaðarins.
  • Hægt er að hafa forbrjót undir forhreinsunarklefanum.
  • Í öðrum fasa hreinsunarinnar eru keðjuhjól notuð til að fínhreinsa skautið. Keðjuhjólin eru alls sex eða þrjú hvoru megin og beinast að skautinu frá mismunandi horni.
  • Í þriðja og síðasta fasa hreinsunarinnar eru þrjár raðir af loftstútum sem blása ryki og lausu efni af skautinu. Skautið er kyrrt en lofinu er blásið í eins konar bylgjum á skautið. Þar sem skautið er kyrrt þá er mun auðveldara að koma í veg fyrir að ryk komist út úr klefanum á meðan á hreinsun stendur.
 • Ef tindar eru ekki í beinni línu er hreinsun baðefnis yfir höfuð tímafrekari og flóknari. VHE hefur hannað sjálfvirkan búnað til að hreinsa baðefni af skautum hvort sem um er að ræða 4x “spider“, 2×3 eða annað.
  • Þegar skautið kemur inn í forhreinsiklefann þá er því lyft lítillega upp og situr þá á borði þar sem hægt er að snúa því. Vökvahamrarnir ganga fram og brjóta baðefnið af. Öllum hreyfingum er stýrt frá stjórntölvu vélarinnar og hægt er að breyta og þróa hreinsiferilinn eftir mismunandi gerðum skauta og fenginni reynslu á hverjum stað.
  • Hægt er að hafa forbrjót undur hreinsiklefanum ef þess er óskað.
  • Hér fer skautið beint úr fyrstu hreinsun, í loftblástursklefa en þar eru þrjár raðir af loftstútum sem blása ryki og lausu efni af skautinu. Skautið er kyrrt en lofinu er blásið í eins konar bylgjum á skautið. Þar sem skautið er kyrrt þá er mun auðveldara að koma í veg fyrir að ryk komist út úr klefanum á meðan á hreinsun stendur.