Forhitunarofn

Forhitunarofn VHE er notaður til að hita endurbræðslumálm áður en hann er settur inní uppbræðsluofna.

Ofaná ofninum eru tvö loftgöng með öflugum hitaelementum sitt hvoru megin. Blásari í miðjum göngunum dregur loft uppúr ofninum og blæs því í sitt hvora áttin í gegnum elementin og inní ofninn. Með þessu móti er jafnt loftflæði og jöfn hitun tryggð.

Í gólfi ofnsins er vagn fyrir upphitunarmálminn. Vagninn keyrir á braut, inn og út úr ofninum. Á öðrum enda vagnsins er gafl sem lokar ofninum þegar vagninn er keyrður inn.