Grafíthúðun

VHE hefur hannað mismunandi gerðir búnaðar til að hengja upp og taka gaffla niður úr hengibrautum, t.d. þar sem gafflar með skautleifum koma inní skautsmiðju á bökkum eða vögnum og ný skaut frá skautsmiðju eru tekin niður og sett á bakka til að flytja í kerskála.

Í öðrum tilfellum getur verið nauðsynlegt að taka skautgaffla úr hengibrautum til viðgerða eða vegna þess að ákveðinn búnaður í framleiðslu- eða viðgerðarlínunni getur ekki unnið með gafflana nema losa þá úr brautinni.