Kerviðgerðir

VHE er með samning við Alcoa Fjarðaál um rekstur kersmiðju fyrirtækisins á Reyðarfirði. Kersmiðjan sér um að aftengja ker sem á aðendurnýja og hreinsa allt efni innanúr þeim. Þegar kerskelin hefur verið hreinsuð og sandblásin er hún flutt á verkstæði VHE þar sem gert er við hana eftir þörfum. Þaðan fer hún aftur inná svæði Alcoa þar sem VHE starfsfólk kemur einangrar kerbotn, kemur bakskautum fyrir og fóðrar kerið uppá nýtt.

VHE sér einnig um viðgerðir á keryfirbyggingu, brotmeitlum, kerlokum og ýmsu öðru sem viðkemur kerrekstrinum.