Kragafyllivél

Kragafyllivélin er hönnuð til að staðsetja kragana utanum tinda og fylla í þá með þar til gerðum salla. Í kragasallanum eru efni sem gera það að verkum að efnið harðnar við hita þegar skautið kemur í rafgreiningarkerið.

VHE kragafyllivélin samanstendur af efnissílói en í botni sílósins eru skammatarar eða hólf, sem taka ákveðið rúmmál af efni. Hægt er að stilla rúmmálið á einfaldan máta. Hólfin í skammtaranum eru svo tæmd ofaní snigilmatara eða rennur, eftir því sem við á, sem fylla kragana frá tveimur hliðum. Hristarar tryggja að sallinn dreifist jafnt og yfirborð kragasallans sé jafnt þegar mötun lýkur.