VHE hefur hannað og smíðað ýmsar gerðir af leggréttivélum til að uppfylla mismunandi kröfur frá viðskiptavinum. Fjölása leggréttivél VHE er hönnuð til að rétta legginn mjög nákvæmlega. Þá er leggurinn mældur og röð af tjökkum sitt hvoru megin í vélinni, rétta legginn. Eftir að leggurinn hefur verið mældur þá reiknar stjórntölva vélarinnar út réttingaferlið og hversu mikið þarf að yfirbeygja legginn til að hann verði réttur.
Ef kröfur um nákvæmni í réttingu leifa þá getur einfaldari útfærsla einnig hentað vel. Þá er gafflinum snúið um 45° þegar hann er kominn í vélina og öflugir kjaftar ganga saman og rétta allar hliðar leggsins. Með þessari aðferð getur skekkja verið u.þ.b. 15mm á miðjum legg.
Hægt er að bæta búnaði við báðar gerðir VHE Leggréttivéla, til að rétta okið þannig að það sé í hornrétt- og í línu við legginn.