Samsetningarstöð

VHE hefur hannað og smíðað samsetningarstöðvar af ýmsum gerðum til að setja gaffla í skaut, áður en tindar eru steyptir í kautið. Yfirleitt er um að ræða yftiborð sem lyftir skautinu uppundir gaffalinn og stýringu sem passar að tindarnir hitti í götin. Í sumum tilfellum er gafflinum slakað ofaní skautið með lyftu í hengibrautinni. Hér er mikilvægt að stýring gafflasins sé einföld og örugg þannig að ekki komi til truflana vegna þess að tindar hitti ekki í götin en sitji ofan á skautinu þegar kemur að steypun.