Skautfræs / Skafa

VHE hefur hannað og smíðað búnað til að hreinsa „sveppi“ (spikes) sem geta myndast undir forskautum. Hægt er að hreinsa hvort heldur sem er, heit eða köld skaut. Búnaðurinn er mun einfaldari ódýrari og þægilegri í notkun, en sá búnaður sem hingað til hefur verið í boði. Hann er lyftaratækur og tengist við vökva- og rafkerfi lyftarans. Þróun þessa búnaðar var unnin í samvinnu við Trímet Aluminium í Þýskalandi.