Skautleifapressa

VHE hefur hannað og smíðað skautleifapressur af ýmsum gerðum.
 • VHE skautleifapressan er sterk- og þungbyggð vél, gerð til að endast. Við hönnun vélarinnar var sérstaklega haft í huga að:
  • Gera hana eins einfalda og hægt væri og minnka þannig viðhald.
  • Fækka tjökkum og slitflötum
  • Gera viðhald eins einfalt og þægilegt og mögulegt væri
  • Hafa hana þungbyggða og alla íhluti í yfirstærð til að hámarka endingu og rekstraröryggi
  • Hanna hús og afsogsbúnað til að koma í veg fyrir að ryk og óhreinindi sleppi frá henni.
 • Handvirka skautleifapressan okkar hentar einkar vel sem varabúnaður. Hún er sterkbyggð og þægileg í notkun. Hægt er að fá hana fyrir flestar gerðir gaffla / Skauta.
 • VHE hefur einnig smíðað sérhannaða skautleifapressu þar sem unnið er með skaut og gaffla sem af ýmsum ástæðum, ekki er hægt að keyra í gegnum aðal framleiðslulínuna. (off-spec anodes)