Steypubúnaður

VHE hefur hannað og smíðað steypubúnað til að steypa saman skaut og gaffla. Steypubúnaður VHE samanstendur af deigluvagni, stjórnhúsi, samsetningarstöð, færiböndum, miðjusetningarbúnaði og gaffalklemmu.Deigluvagninn er á braut og keyrir meðfr am skautinu. Á honum er deiglustóll sem hægt er að halla.

Allar hreyfingar vagnsins og höllun deiglu er hægt að stýra frá stjórntölvu. Staðsetning tinda/hola er sett inní mynni og vagnin keyrir sjálfkrafa á milli tinda. Helling er einnig að hluta til sjálfvirk. Þ.e.s. þegar búið er að steypa í tind þá sígur deiglan sjálfvirkt, hæfilega langt niður þannig að stjórnandinn þarf aðeins að stjórna hellingunni sjálfri.

Stjórnhúsið er vel hljóðeinangrað og með góðri loftræstingu og kælibúnaði. Það er venjulega staðsett gegnt deigluvagninum, hinu megin við steypubandið þar sem stjórnandinn sér vel yfir steypusvæðið. Samsetningarstöðin samanstendur venjulega af lyftiborði sem lyftir skautinu uppundir gaffalinn, ásamt stýringum sem passa ap tindar hitti í götin á skautinu.

Færibönd flytja skautin að samsetningarstöðinni. Venjulega eru skautvagnar aftengdir hengibraut eftir að samsetningu er lokið og flutt á keflabrautum að steypustaðnum.

Á steypubandinu er miðjusetningarbúnaður sem tryggir eins og mögulegt er, að tindar liggi ekki utaní brúnum skautgatanna þegar steypt er. Þannig er leitast við að koma í veg fyrir að steypujárns-hulsur verði misþykkar en það leiðir oft til þess að sprunga kemur í hulsuna sem aftur leiðir til verri tengingar milli skauts og tinds.

Til að gafflar séu ávalt lóðréttir þegar þeir eru steyptir í skautið þá hefur VHE hannað klemmu sem getur gengið til hliðanna eftir því sem við á en tryggir að gaffallinn sé alltaf lóðréttur. Með þessu móti er tryggt að skautið sitji rétt í raflausnarkerinu.