Tindasög

VHE tindasögin er alsjálfvirk sög, hönnu til að saga skemmda tinda af skautgöfflum, án þess að gafflarnir séu teknir úr hengibrautum.Sögin notar bandsagarblað sem gerir það að verkum að hún er mjög hljóðlát. Sagarblöðin eru ódýr og af staðlaðri gerð sem hægt er að nálgast nánast hvar sem er í heiminum. Sögin getur sagað tinda í mismunandi hæð en einnig er hægt að nota hana til að jafna lengdir tindanna ef þörf er á.

Í flestum tilfellum eru strikamerki límd á gafflana áður en þeir fara inní sögina. Á strikamerkinu kemur fram hvaða tind- eða tinda á að saga og í hvaða hæð. Þannig er hægt að merkja alla gaffla í viðgerðarlínunni, í einu. Sögin les svo merkið og sagar samkvæmt því.