VHE hefur á undanförnum tveimur áratugum unnið að fjölmörgum verkefnum, tengdum skautsmiðjum álvera, hér á landi og erlendis. Má þar nefna hönnun, smíði og uppsetningu á einstökum vélum og búnaði inní framleiðslulínu viðkomandi álvers, ásamt stærri verkefnum þar sem um er að ræða gagngerar breytingar á fyrirkomulagi og búnaði. Við sérhæfum okkur í heildarlausnum sem innifela allt frá undirbúningsvinnu til hönnunar á vélum og búnaði, smíði, uppsetningu og gangsetningu. Með tilkomu byggingadeildar VHE bjóðum við einnig uppá heildarlausnir sem innifela breytingar á byggingum og steypuvirki. Í öllum tilfellum er um að ræða krefjandi verkefni sem þarfnast nákvæmrar skipulagningar og verkstýringar til að sem minnst truflun verði á annarri starfsemi.
Ýmsar vélar og verkefni f. Skautsmiðjur:
- Aluminium Bahrain – Skautleifapressa – Skautbrjótur – Baðefnabrjótur Færibönd ofl.
- Century Aluminum BNA – Tindaréttivél – Leggréttivél – Steypubúnaður
- Qatar Aluminium – Kragavélar – Viðbygging við skautsmiðjuna – skautleifapressa – Afsogsbúnaður ofl.
- RTA Íslandi – Gagngerar breytingar í skautsmiðju sem innifólu 8 nýjar vélar og breytingar á öðrum búnaði og byggingu.
- RTA – Hulsupressa – Leggréttivél – Tindaréttivél – Tindasög – Tindasuðubúnaur (Robot Welding) – Skautstaflari – Kragaásetningavél – Kragafyllivél – Gagngerar endurbætur á baðhreinsivél – Endurbætur á skautleifapressu – Færibönd og snúningsborð – Breytingar og endurbætur á steypulínu – Samsetningastöð fyrir gaffla og skaut – Breytingar og uppsetning á hengibrautum – Gagngerar endurbætur á haglablásara – Laser merking skautleggja – Skautfræs – Grafít húðun og þurrkun – Holuhitun skauta – Leggburstavél – ofl.
- Century Aluminium Norðurál – Steypustöð fyrir gaffla/skaut – Kragaásetningavél – Kragafyllivél – Grafít húðun – Baðefnabrjótur – Lyti- og snúningsborð – Færibönd og ýtar fyrir skaut ofl. – Gagngerar endurbætur á haglablásara –
- Alcoa Fjarðaál – Tinda- og leggviðgerðir ofl.
- Tomago Aluminium Ástralíu – Grafít húðun og hitun
- Mozal Mozambique – Tindaréttivél
- Balco Indlandi – Tindasög – Sjálfvirku tindasuðubúnaður
- Söral Noregi – Kragaásetningarvél – Kragafyllivél – Tindasög
- Rusal Rússlandi – Hulsupressa – Skautleifapressa
- Alcan Sviss – Legg- og tindaréttivél – Tindasög – Skauthreinsibúnaður (eftir bökun)
- Emal UAE – Tindaréttivél
- Alro Rúmeníu – Tindaréttivél
- Kubal Svíþjóð – Tindaréttivél
- Sohar Aluminium Oman – Grafít Húðun
- Verkfræðiþjónusta – Véla- og rafmagnshönnun – Forritun stýrivéla ofl.